Velkomin á heimasíðu Schöck

Schöck Bauteile GmbH er hluti af alþjóða fyrirtækinu Schöck Group með söluaðila í 14 löndum og um 1.100 starfsmenn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Baden-Baden í Þýskalandi. Þar hófst velgengni stofnandans og byggingarverkfræðingsins Eberhard Schöck fyrir um 60 árum. Hann notaði þekkingu sína og reynslu af byggingarstöðum til að þróa vörur sem einfalda byggingarferli og leysa byggingareðlisfræðileg vandamál. Schöck vörurnar gera byggingaraðferðir hagkvæmari og tryggja varanleg gæði bygginga.

Áhersla okkar er á þróun og framleiðslu á vörum sem endurspegla nýjustu kröfur í byggingariðnaði og leggja línurnar fyrir aukinn byggingareðlisfræðilegan ávinning og einstökum efnis- og uppsetningareiginleikum. Þetta felur í sér lausnir sem draga úr kuldabrúm við svalir, lausnir sem minnka hávaða frá stigahúsum, auk einangrandi festingar fyrir utanhúsklæðningar og nútíma styrktartækni í steypu. Sérstaklega þekkt er Schöck Isokorb® – það er berandi einangrandi járnabakkinn sem dregur úr kuldabrúm í byggingarhlutum eins og svölum og utanáliggjandi göngum. Schöck er uppfinningamaðurinn og leiðandi sérfræðingur í þessum geira, bæði á sviði nýbygginga og endurbóta.

Fyrir frekari upplýsingar um vörur okkar og þjónustu, vinsamlegast hafið samband við samstarfsaðila okkar á Íslandi:

Verkfræðilausnir ehf
Norðurgarði 23
230 Reykjanesbær, Island
www.vlausnir.is

arni@schoeck.is S: +354 864 5001
toggi@schoeck.is  S: +354 833 6310